Bókasafn Reykjanesbæjar kynnir !

Bókasafn Reykjanesbæjar kynnir !

Lestrarleikir og flottir lestrarvinningar

Það er gaman að lesa og með því að lesa skemmtilegar bækur og taka þátt í fjölbreyttum sumarlestrarleikjum hjálpum við börnum að viðhalda þeirri færni sem náðst hefur í skólanum. Þess vegna leggur Bókasafn Reykjanesbæjar áherslu á yndislestur barna og býður upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá í tengslum við sumarlestur frá 1. júní til 31. ágúst.

Öllum læsum börnum til 16 ára aldurs er boðið að taka þátt og elstu börn leikskóla eru einnig hvött til að taka þátt með aðstoð mömmu og pabba. Hægt er að byrja hvenær sem er í sumar. Skráningarblaði verður dreift til allra grunnskólabarna í Reykjanesbæ. Einnig verða skráningarblöð í afgreiðslu safnsins og á heimasíðu safnsins.

Í lestrarleikjunum er hægt að velja um lestrarbingó, orðasúpu og fleira og þar má finna margs konar skemmtilegar lestrartengdar hugmyndir. Þegar búið er að fylla út leikjaspjaldið er því skilað inn á Bókasafn Reykjanesbæjar eða í bókasafnið í skóla barnsins. Öll leikjaspjöldin fara í pott sem dregið verður úr annan hvern föstudag í allt sumar.

Flottir vinningar verða í boði. Öll börn sem taka þátt fá einnig afhenda bókaskrá. Bókaskráin heldur utan um allan sumarlesturinn. Í bókasafninu fá börnin svo stimpil fyrir hverja lesna bók og í upphafi skólaárs afhenda börnin kennara sínum bókaskrána og hún fer í pott sem dregið verður úr í haust. Sumarlestur er tilvalin samverustund fyrir fjölskyldur.

Við hvetjum foreldra til að taka þátt með því að hjálpa börnum sínum við að velja lestrarefni. Öll börn fá bókasafnskort endurgjaldslaust til 18 ára aldurs gegn ábyrgð foreldris/forráðamanns. Árgjald fullorðinna er 1.950 kr. Ellilífeyrisþegar, atvinnulausir og öryrkjar fá ókeypis bókasafnskort gegn framvísun skírteinis. Bókasafn Reykjanesbæjar Tjarnargötu 12, 230 Reykjanesbæ Opnunartími: 09.00-18.00 virka daga, 11.00-17.00 laugardaga.

Netfang: bokasafn@reykjanesbaer.is

Sími: 421 6770  facebook.com/BokasafnReykjanesbaejar

Instagram: bokasafn

 English version

Reading games and great reading benefits

It is fun to read and by reading fun books and participating in a variety of summer lessons, we help children maintain the skills they have achieved in school. Therefore, the Reykjanesbær Library emphasizes children's children's reading and offers a varied and fun program in connection with summer trips from 1 June to 31 August.

All literate children up to the age of 16 are invited to participate and the oldest children of preschools are also invited to participate with the help of mom and dad. You can start at any time this summer. The registration form will be distributed to all elementary school children in Reykjanesbær. Registration papers will also be available at the library and on the museum's website.

In reading games you can choose between reading bingo books, a phrase bar and more, and you can find many interesting reading ideas. When the game card has been filled in, it is returned to the Reykjanesbær Library or the library of the child's school. All the game cards go to a pot that will be drawn off every other Friday throughout the summer.

Great prizes will be available. All children who participate are also provided with a bibliography. The book keeps track of the entire summer trip. In the library, the children get a stamp for each read book, and at the beginning of the school year, the children hand over their teachers the book list and she goes to a pot that will be pulled out this fall. Summer reading is an ideal time for families.

We encourage parents to participate by helping their children choose reading materials. All children receive a library card free of charge up to the age of 18, against the responsibility of the parent / guardian. Adults' annual fee is ISK 1,950. Pensioners, unemployed and disabled receive a free library card upon presentation of a certificate. Library Reykjanesbæjar Tjarnargata 12, 230 Reykjanesbæ Opening hours: 09.00-18.00 weekdays, 11.00-17.00 Saturdays.

Email: bokasafn@reykjanesbaer.is

Phone: 421 6770 facebook.com/BokasafnReykjanesbaejar

Instagram: bokasafn

 

Further information
are provided at bokasafn@bokasafn.is

Nánari upplýsingar

eru veittar á netfangið bokasafn@bokasafn.is