Fótboltaskóli knattspyrnudeildar Keflavíkur í sumar !
Barna og unglingaráð Knattspyrnudeildar Keflavíkur mun fara af stað aftur með fótboltaskólann í sumar fyrir stelpur og stráka á aldrinum 6-10 ára ( 6. og 7. flokkur)
Námskeiðið er byggt uppá knattspyrnuæfingum við hæfi hvers og eins þar sem tækni,leikskilningur og leikgleði mun verða í fyrirrúmi undir leiðsögn hæfra þjálfara.
Fótboltaskólinn verður alla virka daga vikurnar 8-26.júní, frá 08:30-12:00. Þau börn sem eru að æfa hjá Keflavík fara á æfingu á námskeiðstíma.
Í ljósi aðstæðna mun fótboltaskólinn verða endurgjaldslaus í ár.
Skráning mun verða hefjast innan skamms og verður auglýst síðar.
Skólastjóri er Jóhann Birnir, yfirþjálfari yngri flokka hjá Keflavík
Hér er linkur á facebook síðu yngri flokka Keflavíkur
https://www.facebook.com/groups/634640113358518/
ÍRB - íþrótta- og tómstundabandalag Reykjanesbæjar.
Tilgangur ÍRB er að vinna að eflingu og skipulagningu íþróttastarfsemi í Reykjanesbæ og hafa forystu sameiginlegra íþróttamála svo sem lög ÍSÍ mæla fyrir um m.a. með því að annast samstarf fyrir hönd bandalagsaðilanna við bæjarstjórn og aðra opinbera aðila.
Formaður er Guðbergur Reynisson
FFGÍR
Eru regnhlífarsamtök fyrir foreldrafélög í grunnskólunum í Reykjanesbæ. Mikilvægt er að kynna sér þeirra starf og taka virkan þátt í foreldrastarfi.
https://www.facebook.com/ffgir