Fótboltaskóli knattspyrnudeildar Keflavíkur í sumar !

Fótboltaskóli knattspyrnudeildar Keflavíkur  í sumar ! Fótboltaskóli knattspyrnudeildar Keflavíkur  í sumar !

Fótboltaskóli knattspyrnudeildar Keflavíkur  í sumar !


Barna og unglingaráð Knattspyrnudeildar Keflavíkur mun fara af stað aftur með fótboltaskólann í sumar fyrir stelpur og stráka á aldrinum 6-10 ára ( 6. og 7. flokkur)

Námskeiðið er byggt uppá knattspyrnuæfingum við hæfi hvers og eins þar sem tækni,leikskilningur og leikgleði mun verða í fyrirrúmi undir leiðsögn hæfra þjálfara.

Fótboltaskólinn verður alla virka daga vikurnar 8-26.júní, frá 08:30-12:00. Þau börn sem eru að æfa hjá Keflavík fara á æfingu á námskeiðstíma.

Í ljósi aðstæðna mun fótboltaskólinn verða endurgjaldslaus í ár.

Skráning mun verða hefjast innan skamms og verður auglýst síðar.

Skólastjóri er Jóhann Birnir, yfirþjálfari yngri flokka hjá Keflavík

 

Hér er linkur á facebook síðu yngri flokka Keflavíkur 

 https://www.facebook.com/groups/634640113358518/

Nánari upplýsingar

Skráning á https://keflavik.felog.is/