Keflavíkurkirkja kynnir !

Keflavíkurkirkja kynnir ! Keflavíkurkirkja kynnir !

Barna- og unglingasöngstarf Keflavíkurkirkju

Keflavíkurkirkja býður uppá vikulegt söngstarf fyrir börn í 2.-5. bekk og 6. bekk og eldri.

Arnór Vilbergsson og Freydís Kneif Kolbeinsdóttir hafa umsjón með söngstarfinu.

Starfið fer fram í Kirkjulundi og á eftirfarandi tímum:

• Barnahópur, 2.-5. bekkur                              mánudagar kl. 18-19
• Unglingahópur, 6. bekkur og eldri               þriðjudagar kl. 18-19

 

Gjaldið fyrir haustönn er 5000 kr.

Öll börn eru velkomin að koma og taka þátt í líflegu söngstarfi.

Skráning er rafræn og er hér linkurinn að finna: https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSfcNspGr6SAbncArTDWCp9Gaqltpww4d8kMH6epjj9mhJW34w/viewform

 

 

Sunnudagaskólinn í Keflavíkurkirkju

Sunnudagaskólinn í Keflavíkurkirkju hefst að jöfnuðu sunnudaginn eftir Ljósanótt og er alla sunnudaga kl. 11 yfir vetrarmánuðina. Umsjón með sunnudagskólanum hafa Jóhanna María Kristinsdóttir, Helga Sveinsdóttir og Ingi Þór Ingibergsson ásamt prestum. Sunnudagaskólinn er vettvangur fyrir dýrmætar samverustundir með ástvinum sínum í kirkjunni þar sem boðið er uppá súpu, brauð og kaffibolla í lokin.