Kofabyggð hjá Skátafélaginu !

Kofabyggð hjá Skátafélaginu !

Kofabyggð Heiðabúa 2019

Við hjá Heiðabúum erum spennt að segja frá því að Kofabyggðin snýr aftur nú í sumar!
Kofabyggðin verður opin á mánudögum til fimmtudaga, kl. 13-16, til fimmtudagsins 15. ágúst.
Kofabyggðin verður fyrir börn fædd 2012-2007 (7-12 ára á árinu) og verður á malarvellinum fyrir neðan Hreystivöllinn, gengið inn frá Hringbraut.

Skráning fer fram á staðnum. Ekki er gert ráð fyrir fastri mætingu hjá krökkunum og hægt er að byrja hvenær sem er (á meðan við höfum pláss fyrir kofann). Skráningargjaldið verður einungis 2.500kr fyrir hvert barn!
Síðasta daginn munum við svo halda grillveislu.

Fyrsti dagur Kofabyggðarinnar verður mánudaginn 15. Júlí.
Börnin þurfa að koma með nesti, vatnsbrúsa og hamar.

Við hlökkum til að sjá ykkur!
Heiðabúar