Pílufélag Reykjanesbæjar er með metnaðarfullt starf fyrir bæjarbúa í salarkynnum sínum að Keilibraut 755 Ásbrú (sama húsnæði og Hæfingastöðin beint á móti Langbest). Deildin er með valáfanga í grunnskólunum og kynnir þannig starfið fyrir börnum og ungmennum í Reykjanesbæ.
Nánari upplýsingar um deildina má fá með því að senda póst á prdart180@gmail.com
ÍRB - íþrótta- og tómstundabandalag Reykjanesbæjar.
Tilgangur ÍRB er að vinna að eflingu og skipulagningu íþróttastarfsemi í Reykjanesbæ og hafa forystu sameiginlegra íþróttamála svo sem lög ÍSÍ mæla fyrir um m.a. með því að annast samstarf fyrir hönd bandalagsaðilanna við bæjarstjórn og aðra opinbera aðila.
Formaður er Rúnar V. Arnarson
GSM. 865-1400
netfang: hatun33@simnet.is
FFGÍR
Eru regnhlífarsamtök fyrir foreldrafélög í grunnskólunum í Reykjanesbæ. Mikilvægt er að kynna sér þeirra starf og taka virkan þátt í foreldrastarfi.
https://www.facebook.com/ffgir