Reiðskóli Mána kynnir !

Reiðskóli Mána kynnir !

Reiðskóli Mána sumarið 2019

Búið er að opna fyrir skráningar !

Tímabil 11. júní – 16. ágúst .

Búnaður:

Börnin fá allan almennan búnað tengdan útreiðum, svo sem hjálma, reiðtygi, hnakka o.fl.

Kennsla:

Í fyrsta tíma hvers námskeiðs verður bókleg kennsla en þá verður m.a. farið yfir líkamsbyggingu hestsins, nöfn á reiðtygjum og eru börnunum gerð grein fyrir skilningarviti hestsins eins og t.d. sjón, heyrn og tilfinningu – að auki verður farið yfir öryggisatriði. Börnunum verður kennd almenn umgengni við hestinn og hvernig það á að koma fram við hann af virðingu og vinsemd.

Farið verður í ásetuæfingar, taumhald, gerðar ýmsar stöðvaæfingar og farið í reiðtúra.

Tímabil 11. júní – 16. ágúst

Val er um námskeið fyrir eða eftir hádegi Fyrir hádegi : kl.10:00 - 12:00 Eftir hádegi : kl.13:00 - 15:00

 

Þau holl sem eru í boði :

10.júní - 21.júní

24.júní - 5.júlí

8.júlí - 19.júlí

22.júlí - 2.ágúst

5.ágúst - 16.ágúst

Verð:

32.000 kr. – fyrir tvær vikur.

Aldur:

Námskeiði er ætlað 7 ára og eldri.

Upplýsingar um skráningu veitir Elfa Hrund

Nánari upplýsingar á mani.is sími 846-5003 (Elfa Hrund) og á tölvupóstfangið elfahrund92@simnet.is

Nánari upplýsingar

www.mani.is