Styttur bæjarins

Styttur bæjarins

Í Reykjanesbæ er fjöldi útilistaverka sem gaman er að skoða. Þú getur fengið kort með styttunum (heitiri Styttur bæjarins og fleira skemmtilegt) í Duus Safnahúsum, fundið upplýsingar um stytturnar á vef Reykjanesbæjar eða einfaldlega farið um bæinn og leitað verkin uppi.

Þetta má ýmist gera einn, í góðra vina hópi eða með fjölskyldunni. Bæði í kortinu á vefnum eru myndir af öllum verkunum og staðsetning þeirra merkt inn eða tilgreind, auk þess sem ýmis fróðleikur er veittur um þau svo sem hvenær þau voru sett upp, hverjir höfundarnir eru og fleira í þeim dúr.

Gáta: Vitið þið t.d. hvar verkið á myndinni er staðsett, hvað það heitir og hver listamaðurinn er?

Góða skemmtun og gangi ykkur vel.

(Svar við Gátu: Verkið heitir Sjávarguðinn Ægir, er tilhogginn steinn eftir Jón Adolf Steinólfsson og stendur við Park Inn hótel, Hafnargötu 57 :)

Nánari upplýsingar

www.reykjanesbaer.is/is/mannlif/menning/styttur-baejarins