Unglingadeildin Klettur kynnir !

Unglingadeildin Klettur kynnir !

Við hjá Unglingadeildinni Kletti erum með starf fyrir unglinga í 9. og 10. bekk. 

Í starfinu fá unglingarnir kynningar og námskeið í flestu sem við kemur björgunarstarfi og má þar nefna fyrstu hjálp, leitartækni, almenna ferðamennsku, rötun, áttavita, kortalestur, sig, að binda hnúta og umgengni við slöngubáta.

Kynningarfundur Unglingadeildarinnar Kletts verður haldinn í húsi Björgunarsveitarinnar Suðurnes að Holtsgötu 51 miðvikudaginn 4. september.
Fundirnir eru haldnir alla fimmtudaga kl. 20 nema annað sé sérstaklega tekið fram, bæði inni og úti. Yfir árið er einnig farið í 1-3 ferðir sem skiptast bæði í dags- og helgarferðir. Unglingadeildin aðstoðar einnig björgunarsveitina í fjáröflunum eins og flugeldasölu og sölu á neyðarkalli.
Athugið að eftir 17. október verður ekki tekið við nýjum meðlimum.