Ungmennagarðurinn við 88 Húsið og Fjörheima kynnir !

Ungmennagarðurinn við 88 Húsið og Fjörheima kynnir ! Ungmennagarðurinn við 88 Húsið og Fjörheima kynnir !

Ungmennagarður Reykjanesbæjar
Það hefur verið mikið líf og fjör í Ungmennagarði Reykjanesbæjar þetta sumarið enda hefur veðrið leikið við okkur bæjarbúa. Ærslabelgurinn er opinn alla daga frá kl. 09:00 – 20:00 og er öllum velkomið að koma og hoppa á belgnum en starfsfólk 88 Hússins minnir á að iðkendur leika sér í garðinum á eigin ábyrgð. Skjólið, hópur í Vinnuskóla Reykjanesbæjar/ 88 Hússins lauk í síðustu viku við bekk sem þeir hafa stillt upp við ærslabelginn svo hægt sé að setjast niður og hafa það notalegt.

Hjólabrettapallarnir eru á sínum stað en þangað mæta börn og ungmenni meðal annars með hjólabretti, hlaupahjól eða reiðhjól. Starfsfólk 88 Hússins vill minna iðkendur á að nota ávallt hjálm og annan viðeigandi hlífðarbúnað.
Í ungmennagarðinum er einnig til staðar blakvöllur og mini golfvöllur en iðkendur þurfa sjálfir að koma með bolta, púttera og golfkúlur.
88 Húsið hefur nýverið fest kaup á frábæru myndavélakerfi frá Securitas, sem nær vel yfir ungmennagarðinn svo hægt er að fylgjast vel með gangi máli í garðinum. Starfsfólk 88 Hússins hvetur fólk til þess að koma öllum ábendingum er varða ungmennagarðinn í gegnum tölvupósti á netfangið fjorheimar@reykjanesbaer.is
Með ósk um skemmtilegt og gleðilegt sumar,
Starfsfólk 88 hússins

Nánari upplýsingar

fjorheimar@reykjanesbaer.is