Vinnuskóli Reykjanesbæjar kynnir !

Vinnuskóli Reykjanesbæjar kynnir !

Fjölskylduvænni Vinnuskóli sumarið 2019
Starfsemi vinnuskóla sumarið 2019 verður með breyttu sniði en ber þar helst að nefna að nemendur 8 bekkjar verða aftur partur af vinnuteymi okkar. (woob, woob)


Við fjölgum einnig vinnustundum sem hver nemandi hefur kost á að vinna hjá okkur, með því að stytta vinnudaginn en á sama tíma fjölga þeim dögum sem hægt er að vinna.  En það ætti að létta á mörgum heimilum að vinna sé í boði fleiri daga svo að unglingurinn fari snemma á fætur og hafi dagskrá að fylgja.
Nemandi í samráði við forráðamenn getur því fyllt upp í sumardagskrá sína á starfstíma vinnuskóla og komið til vinnu þá daga sem hann stundar ekki skipulagðar tómstundir, er í fríi með forráðamönnum eða annað sem forráðamenn ákveða með nemanda.
Vinnutímabil verður því samfleytt og hverri fjölskyldu í lófa lagt á hvaða tíma nemandi er í vinnu og hvenær hentar nemanda að fara í frí en við gerum ráð fyrir að nemandi taki sér minnstakosti 4 vinnudaga í frí, sem samsvarar einni vinnuviku þar sem ekki er unnið á föstudögum.  En auðvitað er öllum nemendum frjálst að taka allt það frí sem þarf í samráði við forráðamenn.
Starfstímabil vinnuskólans verður því frá 11. Júní til og með 31. Júlí sumarið 2019.


Vinnutími nemenda verður frá 08:30 til 15:30 – hádegismatur verður áfram klukkustund þar sem hlé er gert á vinnu og vinna því nemendur 6 klukkustundir á dag.
Á starfstíma verður einnig aukin áhersla á fræðslu og upplyftingu, samhliða því að vinna að fegrun bæjarins og munum við birta viðburða dagatal vinnuskóla áður en við hefjum starfið formlega.
Við munum halda áfram að byggja upp starfið og gera vinnuskóla Reykjanesbæjar að enn betri vinnustað fyrir ungt fólk, auka sýnileika okkar á samfélagsmiðlum með fyrir og eftir mynda samkeppni og vonumst til að auka enn á þá jákvæðni sem við finnum fyrir frá íbúum.

 

English version

Family-friendly work school in the summer of 2019
The activities of the work school in the summer of 2019 will be changed, but it should be mentioned here that students 8 classes will again be part of our work team. (woob, woob)


We also increase the number of hours that each student has the opportunity to work with us, by shortening the working day, while at the same time increasing the number of days that can be worked. But many homes should be relieved that work is available on more days so that the adolescent gets up early and has a schedule to follow.
A student in consultation with the guardians can therefore fill in their summer program during the working school working hours and come to work on the days when he does not do organized leisure time, is on vacation with guardians or other things that the guardians decide with the student.
The working period will therefore be continuous and each family in the palm of your hand will decide on what time a student is working and when does a student prefer to go on holiday, but we assume that a student takes the least possible 4 working days on vacation, which corresponds to one working week during which work is not done Fridays. But of course, all students are free to take all the holiday needed in consultation with the guardians.
The working-class period will therefore be from 11 June to 31 July in the summer of 2019.


Students' working hours will be from 08:30 to 15:30 - lunch will remain an hour during which work breaks and therefore students work 6 hours a day.
During working hours, there will also be increased emphasis on education and upliftment, while working on the beautification of the town and we will publish events calendar for work schools before we start the job formally.
We will continue to build the job and make the Reykjanesbær work school an even better workplace for young people, increase our visibility on social media with and before and form competition and hope to further enhance the positives we find from the residents.

Further information
vinnuskolinn.wordpress.com/

Nánari upplýsingar

vinnuskolinn.wordpress.com/